Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, telur að Íslendingar mættu vera duglegri að spara og þyrftu að vera þolinmóðari.

„Ég bjó í mörg ár í Hollandi og þar kynntist maður allt annarri menningu. Fólk var miklu einbeittara í að spara. Sparnaðurinn okkar er hins vegar mjög mikið í lífeyriskerfinu og svo í húsnæði. Ég held að við gætum vissulega verið duglegri að spara.“

Erum við of óþolinmóð kannski, viljum við fá hlutina strax?

„Já, ég held að það sé dálítið veiðimannaeðli í okkur. Bóndahugsunin er hins vegar sú að bíða og uppskera seinna. Ég held að við séum frekar veiðimannaþjóðfélag, ef það viðrar vel þá viljum við veiða vel og erum ekki mikið fyrir að bíða. Það gagnast okkur í mörgu vel en við mættum stundum vera meiri bændur í okkur.“

Höskuldur er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .