Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlutu flest atkvæði í formannskjöri Framsóknarflokksins. Nú er verið að kjósa á milli þeirra tveggja.

Páll Magnússon hlaut 18,9% atkvæða. Aðrir formannsframbjóðendur fengu samtals þrjú atkvæði.

Alls 858 greiddu atkvæði. Sigmundur Davíð hlaut 351 atkvæði eða alls 40,69% atkvæða og Höskuldur 325 atkvæði eða alls 37,9% atkvæða.

Páll hlaut 162 atkvæði. Hinir frambjóðendurnir tveir samtals þrjú atkvæði.

Í ljósi þess að enginn fékk yfir fimmtíu prósent atkvæða verður kosið á ný milli tveggja efstu, þ.e. þeirra Höskuldar og Sigmundar Davíðs. Sú kosning fer nú fram á flokksþingi framsóknarmanna.