Bandaríska lyfjafyrirtækið Hospira hefur lagt fram kauptilboð í ástralska lyfjafyrirtækið Mayne Pharma sem hljóðar upp á 4,10 ástralska dali á hlut, eða um 140 milljarða króna, segir í frétt Dow Jones.

Stjórnendur Mayne hafa lýst yfir stuðningi við yfirtökuboðið og segja það endurspegli virði fyrirtækisins.

Gengi bréfa í Mayne hækkaði mest um 37% í dag við fregnir af tilboðinu, en talið er að fleiri aðilar muni leggja fram kauptilboð. Greiningaraðilar telja að ísraelska fyrirtækið Teva og svissneska fyrirtækið Novartis muni blanda sér í baráttuna, segir í fréttinni.

Hospira hyggst fjármagna kaupin með eigin fé og 1,9 milljarða bandaríkjadala láni frá Morgan Stanley, sem hefur veitt Hospira ráðgjöf í yfirtökuferlinu. Merril Lynch veitir Mayne ráðgjöf.