*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 7. apríl 2015 14:38

Hostel B47 má ekki nota lénið kexhotel.is

Álftavatn ehf. notaði lénið kexhotel.is til að beina umferð á vefsíðu Hostel B47.

Ritstjórn
Kex Hostel. Álftavatn braut gegn vörumerkjarétti fyrirtækisins með því að nota lénið kexhotel.is til þess að beina umferð á vefsíðu Hostel B47.

Neytendastofa hefur úrskurðað að Álftavatni ehf. og Þorsteini Steingrímssyni sé óheimilt að nota lénið kexhotel.is þarsem brotið er gegn vörumerkjarétti Kex Hostel ehf. með notkun lénsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu.

Álftavatn skráði lénið kexhotel.is og notar það til þess að beina umferð inn á vefsíðu Hostel B47 sem félagið rekur. Neytendastofa taldi að Kex Hostel og Hostel B47 væru keppinautar og að mikil líkindi væru með lénunum kexhostel.is og kexhotel.is. Að mati Neytendastofu hlaut Álftavatni að hafa verið ljóst að notkun lénsins bryti gegn einkarétti Kex Hostel.

Var Álftavatni ehf. og Þorsteini Steingrímssyni því bönnuð notkun lénsins kexhotel.is og gert að afskráð lénið hjá ISNIC lénaskrá.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

Stikkorð: Neytendastofa Kex Hostel