Ben Wallace, ráðherra öryggismála á Bretlandi, hefur gefið út að að netrisar á borð við Facebook, Google og Youtube kunni að vera skattlagðir sérstaklega geri þeir öfgaöflum ekki erfiðara fyrir að dreifa efni sínu á vefnum.

Wallace gagnrýnir netrisana fyrir að forgangsraða hagnaði ofar öryggismálum og vera lengur en þurfa þykir að taka út efni öfgamanna. Bresk stjórnvöld eyði milljónum punda í öryggismál á netinu og netrisarnir þurfi einnig að standa sína plikt.

Þá gagnrýndi hann ákvörðun WhatsApp, sem er í eigu Facebook, að leyfa breskum yfirvöldum ekki aðgang að dulkóðuðum skilaboðum á milli notenda. Slíkt hefði verulegan aukinn kostnað í för með sér fyrir breska löggæsluyfirvöld.