John Kerrry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar Rússa við frekari viðskiptaþvingunum ef Rússar fara ekki að draga úr spennunni í samskiptum við Rússa.

Í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lýsti Kerry yfir miklum áhyggjum af því að Rússar gripu ekki til aðgerða til að draga markvisst úr spennunni.

150 bandarískir hermenn eru komnir til Póllands, en þeir munu verða alls 600 til að byrja með. Þeim er ætlað að sýna að Atlantshafsbandalagið styður Úkraínumenn í deilunni við Rússa.