*

föstudagur, 5. júní 2020
Erlent 3. apríl 2020 07:03

Hótar stjórnendum brottrekstri

Stofnandi easyJet hefur hótað að reka æðstu stjórnendur félagsins ef þeir draga ekki til baka 4,5 milljarða punda flugvélapöntun.

Ritstjórn
epa

Stofnandi lággjaldaflugfélagsins easyJet, Grikkinn Stelios Haji-Ioannou, hefur hótað að reka alla æðstu stjórnendur félagsins ef þeir draga ekki til baka 4,5 milljarða punda flugvélapöntun sem lögð hefur verið inn til flugvélaframleiðandans Airbus.

EasyJet er í miklu basli líkt og önnur flugfélög víða um heim vegna COVID-19, en í byrjun vikunnar kyrrsetti félagið allan flugflota sinn tímabundið.

Fyrrnefndur Stelios hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir að hafa fyrir skömmu tekið við 60 milljóna punda arðgreiðslu frá flugfélaginu. Þá hefur hann viðrað þá skoðun sína að easyJet ætti ekki að sækjast eftir fjárhagsaðstoð frá ríkinu og leggur til að félagið sæki 600 milljónir punda til núverandi hluthafa sinna.