Fimmenningarnir sem reka veitingastaðinn Greifann á Akureyri hafa heldur betur fært út kvíarnar á undanförnum árum og rekur Greifinn eignarhaldsfélag nú sex hótel auk veitingastaðarins. Á síðasta ári yfirtók félagið rekstur Hótel Borgar og hafa nú verið gerðar gagngerar endurbætur á því sögufræga hóteli.

Kostnaður við endurbæturnar fór þó nokkuð fram úr áætlunum en Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela sem gekk til liðs við hópinn fyrir sex árum, kveðst telja að kostnaðurinn muni skila sér aftur á nokkrum árum. Áætluð velta Greifans eignarhaldsfélags á þessu ári er um 900 milljónir króna.

Töluvert hefur bæst við af gistirými hérlendis á liðnum árum og er fyrirhugað að bæta enn við. Páll segir að ljóst sé að erfitt verði að verðleggja hótelherbergi eins og þörf er á á næstu árum en með endurbótum á Borginni sé félagið að skapa sér sérstöðu á markaðnum.

Ítarlegt viðtal er við Pál L. Sigurjónsson í Viðskiptablaðinu í dag.