*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 8. september 2015 15:40

Hótel Borg valið besta hótelið

World Travel verðlaunin fóru fram á Ítalíu um helgina.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram á ítölsku eyjunni Sardaníu um helgina, en verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni og ósjaldan kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“.

Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og voru tuttugu íslensk hótel tilnefnd í sex flokkum. Túristi greinir frá því að Hótel Borg hafi verið það hótel sem fékk flest stig í flokki almennra hótela hér á landi. Besta hönnunarhótelið var hins vegar valið ION hótelið á Nesjavöllum. 

Sigurvegarar í Íslandsdeild verðlaunanna voru eftirfarandi.

Besta hótelið: Hótel Borg

Besta hönnunarhótelið: ION Luxury Adventure Hotel

Besta hótelið fyrir vinnuferðir: Radisson Blu Saga

Besti dvalarstaðurinn: Hótel Rangá

Besta íbúðahótelið: Reykjavik4you Apartments

Besta hótelaðsetrið: Grand Hotel Reykjavík