*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 17. ágúst 2019 16:02

Hótel bótaskylt eftir snjóhrun

Eigandi bifreiðar á rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hótels hér í borg eftir að ísklumpur hrundi af þaki hótelsins.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Eigandi bifreiðar á rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hótels hér í borg eftir að ísklumpur hrundi af þaki hótelsins í leysingum í febrúarmánuði 2018. Þetta er niðurstaða Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚRVá).

Þegar atvik málsins áttu sér stað hafði snjóað talsvert í borginni og stóð talsvert magn íss fram af þakbrún hótelsins. Skyndilega gaf hengjan sig undan eigin þyngd og lenti á bifreið sem ekið var undir því. Nokkurt tjón varð en vátryggingafélag hótelsins hafnaði bótaskyldu.

Í úrskurði ÚRVá segir að talsverður snjór hafi verið á þakinu og veðurfarslegar aðstæður þannig að miklar líkur voru á hruni. Hættuna hefði mátt sjá með berum augum af jörðu niðri. Starfsmönnum hótelsins hefði borið að tryggja að tjón ætti sér ekki stað. Ábyrgð var því felld á vátryggingafélagið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.