Hótel D´Angleterre hlýtur í ár verðlaun World Travel Awards sem besta hótel Danmerkur. Er þetta í fjórða sinn sem Hótel D´Angleterre hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Þá var Royal-svíta hótelsins valin besta hótelsvíta Danmerkur. Bestu hótel World Travel Awards eru valin í kosningu þar sem um 110 þúsund ferðaskrifstofur um allan heim taka þátt.

Hótel D´Angleterre er í eigu fjárfestingafélagsins Nordic Partners ehf. en félagið keypti nýverið öll hótel og veitingastaði Remmen-hótelkeðjunnar auk reksturs veitingastaðarins Copenhagen Corner.

Gísli Reynisson, forstjóri Nordic Partners, segir einstaklega skemmtilegt fyrir nýja eigendur Hótels D´Angleterre að hljóta þessi verðlaun. ?Verðlaunin undirstrika enn og aftur sérstöðu Hótel D´Angleterre á danska og skandinavíska hótelmarkaðnum. Fjöldi sérfræðinga í ferðaþjónustu um allan heim þekkir hótelið og hefur valið að veita okkur viðurkenningu fyrir bæði besta hótelið og bestu hótelsvítuna. Verðlaunin eru mikill heiður og um leið hvatning til að gera enn betur.?

Undanfarin ár hefur verið fjárfest fyrir á annað hundrað milljónir króna í betrumbótum á herbergjum, fundar- og ráðstefnuaðstöðu og veitingasölum Hótels D´Angleterre. Gísli segir þessar fjárfestingar hafa tryggt Hóteli D´Angleterre sess sem besta hótelið á danska hótelmarkaðnum.

Árið 2006 fékk Hótel D´Angleterre 5 stjörnur í ?The Michelin Guide? en ekkert annað danskt hótel hefur náð þeim árangri fyrr né síðar.