Á næsta ári verður áhugaverðasta hótelopnunin ekki 6-stjörnu glæsihótel í Dúbaí heldur hótelið sem oft hefur verið kennt við dómdsag.

Hótelið er í laginu eins og píramídi og hófust framkvæmdir fyrir um 26 árum. Hótelið átti að vera tilbúið árið 1989 en árið 1992 lenti Norður-Kórea í efnahagskreppu og var því ákveðið að fresta framkæmdum um óákveðinn tíma. Síðan þá hefur reglulega verið byrjað á verkinu aftur en þó aðeins í skamman tíma í einu, enn á ný vegna fjármálaskorts. Um tíma höfðu yfirvöld í N-Kóreu afmáð bygginguna af lista yfir opinberar byggingar þar sem framkvæmdin, eða öllu heldur framkvæmdarleysið þótti vandræðalegt í alla staði.

Nú bendir loks til þess að hótelið opni á næsta ári. Samkvæmt upprunalegum áætlunum yfirvalda átti húsið að vera „flaggskip og stolt“ kommúnísku ríkisstjórnarinnar.

Alþjóðlega hótelkeðjan, Kempinski Group, mun sjá um rekstur á hótelinu og hefur lagt 180 milljónir dollara til að gera upp hótelið. Þó er talið að kostnaðurinn eigi eftir að aukast enn meira.

Byggingin er 47. hæsta bygging heims og er með 5. flestu hæðirnar en þær eru 105.

Hótelið hlaut þann vafasama titil árið 2008 að vera nefnt ,,Versta bygging í sögu mannkyns" af Esquire tímaritinu.

Hotel Doomsday
Hotel Doomsday