*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 18. ágúst 2019 15:04

Hótel Höfn hagnast um 50 milljónir

Hagnaður Hótel Hafnar jókst um 50% á árinu 2018 frá fyrra ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hótel Höfn hagnaðist um rúmlega 50 milljónir á síðasta ári og jókst hagnaður fyrirtækisins um 50% frá árinu á undan. Tekjur fyrirtækisins námu 466 milljónum króna á árinu og jukust um 14% milli ára. EBITDA ársins nam 98,7 milljónum og jókst um 68,5 milljónir milli ára.

Eignir fyrirtækisins námu 367 milljónum króna í lok árs og jukust um 53 milljónir milli ára. Eigið fé var 87 milljónir króna í lok árs og eiginfjárhlutfall var 24% í lok árs. Þá greiddi félagið út arðgreiðslu upp á 50 milljónir króna á síðasta ári.