*

mánudagur, 16. maí 2022
Erlent 1. janúar 2016 08:27

Hótel í Dubai í ljósum logum

Eldur greip um sig í 63 hæða blokkí Dubai meðan á nýársfögnuði stóð á gamlársdag í gærkvöldi.

epa

Fréttir bárust af því í gærkvöldi að eldur hefði kviknað í 63 hæða hótelháhýsi í Dubai meðan verið var að skjóta upp flugeldum í nágrenninu.

Háhýsið, sem er í nágrennd við Burj Khalifa, brann heldur illa í óhappinu. Óvíst er enn hvað olli brunanum. Engin fórst eða slasaðist alvarlega við rýmingu hússins, en um 14 manns slösuðust mjög lítilliega.

Meðan hótelið brann var verið að skjóta upp flugeldasýningu í tilefni áramótana. Sýningin hélt áfram þó eldtungur læstu sig um hliðar byggingar í nágrenninu.

Stikkorð: Dubai Slys Bruni Burj Khalifa