Þeir gestir sem koma til Reykjavíkur þurfa að jafnaði að borga 23 þúsund krónur að meðaltali fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt. Það þýðir að hótelherbergi í Reykjavík er það þriðja dýrasta í Evrópu, einungis í Monte Carlo í Mónakó og Genf í Sviss er hótelnóttin dýrari. Um málið er fjallað á Túristi.is.

Fyrirtækið Trivago ber saman leitarniðurstöður á meira en 200 hótelbókunarsíðum og samkvæmt svari fyrirtækisins til Túrista kostar meðalnóttin í Reykjavík 22.895 krónur. Verðið hefur hækkað um nærrri fimmtung í verði frá desember 2015. Dýrara er að gista í Reykjavík en í borgum á borð við London og Kaupmannahöfn.