„Megnið af okkar kúnnum á aðventunni eru Íslendingar sem koma í hópum og fara á hlaðborð,“ segir Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kea. Hún segir að fólk sé farið að huga að jólunum og aðventunni og fólk sé farið að bóka gistingu á hótelinu og þá gjarnan heilu hóparnir saman.

Spurð að því hvers konar ferðamenn séu búnir að bóka herbergi yfir aðfangadag og jóladag segir Hrafnhildur: „Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem koma yfir aðalhátíðisdagana en veitingastaðurinn verður opinn þá daga hjá okkur. Yfir áramótin er þetta meira blandað. Við finnum það að Íslendingar eru farnir að hreyfa sig aðeins meira yfir áramótin,“ segir Hrafnhildur.