*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 31. maí 2013 17:54

Hótel Keflavík talið í hópi þeirra bestu

Notendur síðunnar Tripadvisor hafa gefið Hótel Keflavík hæstu einkunn.

Ritstjórn

Hótel Keflavík hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera meðal þeirra fyrirtækja sem sem hlotið hafa toppeiknunn frá gestum vefsíðunnar Tripadvisor. Samkvæmt þessu er hótelið meðað þeirra 10% sem þykja hvað best á heimsvísu. Greint er frá þessu í frétt Víkurfrétta.

„Það eru okkur á Hótel Keflavík mikil gleðitíðindi að hótelið skuli vera valið í þennan gæðahóp hótela og þjónustuaðila sem aðeins tíu prósent af þeim allra bestu lenda í,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi Hótel Keflavíkur.

„Þetta er sértaklega áhugavert þegar haft er í huga að niðurstaðan byggir á síðustu 12 mánuðum en þá voru fæstar af þeim miklu breytingingum sem við erum nú að vinna í ekki orðnar að veruleika. Má þar nefna þau 30 herbergi og baðherbergi sem við höfum verið að taka alveg í gegn, nýtt útlit að utan, ásamt öðrum breytingum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is