"Hótel Rangá fékk nýverið viðurkenningu sem besta sveitahótelið í Evrópu árið 2011. Þar að auki var það valið eitt af þeim hótelum sem helst má mæla með í hópi fjölda úrvalshótela í Evrópu. Það er fyrirtæki í samstarfi við Bloomberg sjónvarpsstöðina sem stendur að verðlaununum. Þetta kom fram í fréttabréfi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.

Friðriks Pálsson, hótelstjóra á Rangá, vakti athygli fyrir skjót viðbrögð í kynningarmálum í kjölfar eldgosins í Eyjafjallajökli og nýtti tækifærið vel að vekja athygli á landi og þjóð.