Hótel Laugarbakki mun í næstu viku opna á ný en nýjir eigendur festu nýlega kaup á húsnæðinu þar sem áður var rekinn grunnskóli á veturna og Eddu hótel á sumrin. Kennsla lagðist af í húsnæðinu vorið 2014 þegar kennsla fluttist til Hvammstanga og leigusamningur Eddu hótela rann út í ágúst 2015. Hótelið er staðsett í Miðfirði af Húnaþingi vestra, en heildarflatarmál fasteignanna er tæpir 4.000 fermetrar.

Örn Arnarson framkvæmdastjóri segir að ráðist hafi verið í töluverðar framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu á síðustu mánuðum. „Þetta voru heilmiklar framkvæmdir. Húsnæðinu var breytt talsvert þar sem verið var að taka ýmist íbúðir, skólastofur og fleira undir hótelherbergi. Það voru einnig engin baðherbergi inn á þeim herbergjum sem fyrir voru þannig að það leggja allt skolp og vatnslagnir upp á nýtt. Auk þess var lagt nýtt loftræstikerfi, gólfefni, hreinlætistæki, innréttingar og fleira. Allir iðnaðarmennirnir voru fengnir úr vestur Húnaþingi og við vorum gríðarlega heppnir með þann mannskap sem við fengum. Við byrjuðum framkvæmdir 15 október þannig að þetta hefur tekið um hálft ár.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hraðlest er orðinn mjög raunhæfur kostur.
  • Færeyskur stjórnendaráðgjafi segir Íslendinga búa yfir náttúrulegum sveigjanleika.
  • United Silicon hefur framleiðslu þann 15. júlí.
  • Framleiðendur landbúnaðarvara geta hert tök sín.
  • Íslandsbanki lánar áfram til erlendra aðila.
  • Peningastefnunefnd hefur enn áhyggjur af verðbólgunni.
  • Mikil aukning hefur orðið í námi til löggildingar fasteignasala.
  • Hringlaga form verða vinsæl í sólgleraugnatískunni í sumar.
  • Skiptum er lokið á þrotabúi Vélavals ehf.
  • Svipmynd af Karen Maríu Jónsdóttur, deildarstjóra Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna hjá Höfuðborgarstofu.
  • Ítarlegt viðtal við Björgvin Guðmundsson og Friðjón R. Friðjónsson, eigendur KOM.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Guðna Th.
  • Óðinn fjallar um stærstu efnahagslegu mistökin.