*

mánudagur, 20. janúar 2020
Innlent 31. október 2018 14:45

Hótelmarkaðurinn tekur við sér

Gistinóttum í gegnum Airbnb heldur áfram að fækka en fjölgun gistinótta áhótelum fjölgaði hlutfallslega meira en fjölgun ferðamanna.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Arion banka við Borgartún 18.
Haraldur Guðjónsson

Hótelmarkaðurinn er að taka við sér að nýju að mati greiningardeildar Arion banka. Þetta kemur fram í markaðspunktum deildarinnar. Í morgun birti Hagstofa Íslands tölur yfir fjölda gistinótta ferðamanna í septembermánuði, en í þeim kom meðal annars fram að gistinóttum ferðamanna í mánuðinum hafi fjölgað um 11% milli ára. 

Að mati greinenda bankans sýna tölurnar það að gistinóttum á Airbnb hélt áfram að fækka en fjölgun gistinótta á hótelum fjölgaði hlutfallslega meira en fjölgun ferðamanna.

Fjöldi ferðamanna yfir væntingum

Tölur um fjölda ferðamann komu greinendum bankans á óvart og voru tölurnar þvert á spá þeirra. 

„Spá ISAVIA sem birt var í maí gerði til að mynda ráð fyrir að ferðamönnum hingað til lands myndi fækka milli ára alla háannarmánuði ársins, þ.e. júní, júlí og ágúst. Í reynd fjölgaði ferðamönnum alla þessa mánuði og um rúm 3% á háannatímanum. Ástæðan fyrir sterkari ferðamannatölum er líklega einkum tvíþætt; annars vegar mátti sjá á uppgjörsfundi Icelandair Group nú í morgun að skiptifarþegum hjá félaginu fækkaði um 9% milli ára á þriðja ársfjórðungi, meðal annars á kostnað ferðamanna hingað til lands," segir í greiningunni.

Gistinóttum í gegnum Airbnb fækkar

Gistinóttum í gegnum Airbnb hefur fækkað síðastliðna fjóra mánuði. Fækkunin einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur er um að ræða fækkun um landið allt. Að mati greinenda Arion banka eru gistinætur Airbnb að einhverju leyti að færast yfir á hótelin.