*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 5. júlí 2018 10:12

Hótelstjóri Bláa lónsins hættur

Guðjón Valberg er hættur sem forstöðumaður hótelsviðs Blá lónsins, þremur mánuðum eftir opnun 5 stjörnu hótels við lónið.

Ingvar Haraldsson
Aðsend mynd

Guðjón Valberg hefur látið af störfum sem forstöðumaður hótelsviðs Blá lónsins. Þrír mánuðir eru síðan Bláa lónið opnaði 5 stjörnu hótel við lónið, sem gengur undir nafninu The Retreat Hotel.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að rekstur hótelsins hafi gengið vonum framar og starfslokin séu því ótengd. Bláa lónið rekur einnig hótelið Silica í námunda við lónið. Aðstoðarhótelstjórar, starfsmenn og stjórnendur munu bera ábyrgð á rekstri þeirra þar til nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn yfir hótelsviðið.

Fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is