Verslunin House of Fraser, sem eitt sinn var í eigu Baugs og Landsbankans, verður skráð á markað fyrir árslok. Þetta kemur fram í Times í dag. John King, forstjóri House of Fraser, segir að sölutölur ættu að geta sýnt fjárfestum frammá að það sé mikil eftirspurn eftir vörum verslunarinnar.

„Við byrjuðum undirbúning fyrir jól,“ segir John King og bætti því við að ferlið ætti að klárast fyrir næstu áramót. Hann sagðist ekki hafa verið forstjóri í skráðu fyrirtæki um langt skeið og því hlakkaði hann til.