Stjórn HP Farsímlagersins ehf., sem rekur verslanir undir nöfnum Hans Petersen og Farsímalagerinn.is, ákvað í dag að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta, að því er segir í frétt á vef fyrirtækisins.

Verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni var lokað í gær.

Nýtt rekstrarfélag Verslanir Hans Petersen ehf, tók í dag við rekstri verslana HP Farsímalagersins ehf á Laugavegi 178 og Bankastræti 4 og mun það félag geta tryggt hluta starfsmanna framtíðarstörf,“ segir í fréttinni.