Tölvurisinn Hewlett Packard (HPQ) hefur á undanförnum mánuðum valdið markaðsaðilum vonbrigðum en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað um 20% á þessu ári. Vegna mikillar lækkunar hefur stjórn Hewlett Packard ákveðið að eyða um 2 milljörðum í kaup á eigin bréfum á fjórða ársfjórðungi sem jafngildir kaupum á um 4% af útistandandi hlutafé.

Hækkaði hlutabréfaverð félagsins lítillega við fréttina og endaði í 18,58 á föstudaginn sem er 2,60% hækkun yfir vikuna. Þeta kemur fram í Vikufréttum MP verðbréfa.