Tölvurisinn Hewlett-Packard hefur fest kaup á prentaradeild Samsung á milljarð dala. HP vill með þessu gjörbreyta iðnaðnum, sem að þeirra mati hefur ekki breyst í áratugi. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Þessi kaup koma í kjölfar þess að systurfélag HP seldi hugbúnaðardeild sína til Micro Focus.

Í yfirlýsingu frá HP kemur fram að prentarar í dag séu út úr sér gengnir og flókin tæki í dag. Með þessum samningi væri því mögulega hægt að auka við fjárfestingu í prentara og bæta þar með tæknina.

Prentaradeild Samsung græddi 1,4 milljarð á seinasta ári og starfa um 1,300 manns hjá deildinni.