Hewlett Packard Enterprise tilkynnti um kaup á tölvuíhlutaframleiðandanum SGI fyrir um 275 milljón Bandaríkjadali. Mun samningurinn vera færður til bókunar á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins 2017 ef samþykkt af samkeppnisyfirvöldum.

Skipt upp og hlutir úr fyrirtækinu seldir

Hewlett Packard Enterprise varð til í október 2014 þegar Hewlett-Packard var skipt upp í annars vegar tölvu og prentarafyrirtæki og hins vegar vöru og þjónustuhlutann sem heitir nú Hewlett Packard Enterprice, HPE.

Á síðustu mánuðum hefur Hewlett Packard Enterprise þó verið að minnka við sig og selja út úr fyrirtækinu þá starfsemi sem passa ekki við kjarnastarfssemi þess, eins og meirihlutaeign þess í indversku símaversfyrirtækinu Mphasis sem það seldi fyrir 825 milljón dali í apríl.

Einnig tækniþjónustu fyrirtækisins sem það klauf frá fyrirtækinu og sameinaði við fyrirtækið Computer Sciences.

Í samkeppni við skýjalausnir

Kaupin á SGI snúa þó að auka við tölfræðiúrvinnsluþjónustu fyrirtækisins sem og að geta selt stórvirkan tölvubúnað. SGI var stofnað 1981 og hét upphaflega Silicon graphics Inc. en eignir þess voru svo seldar til Rackable Systems árið 2009, sem breytti nafninu svo í SGI.

Selur fyrirtækið fyrst og fremst ofurtölvur og er „sérstaklega virt af ríkisstjórnum og rannsóknarstofnunum,“ segir Patrick Moorhead, greinandi hjá Moor Insights & Strategy.