Sænski bankinn HQ hefur keypti Glitni í Svíþjóð fyrir 60 milljónir sænskra króna. Haft er eftir forstjóra HQ í tilkynningu að kaupin styrki fyrrnefnda bankann.

Glitnir keypti sænska bankann sem áður hét Fischer Partners og var verðbréfafyrirtæki, í maí 2006 á 380 milljónir sænskra króna. Því er ljóst að HQ fær bankann nú á útsöluverði.

Kaupin eru háð samþykki sænska fjármálaeftirlitsins.