Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir fræðafundi föstudaginn 11. september næstkomandi um notkun sönnunargagna sem aflað hefur verið með valdbeitingu, t.d. með pyntingum.

Dr. Boštjan M. Zupančič, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, heldur erindi við skólann þar sem hann fjallar um framlagningu og notkun sönnunargagna í sakamálum sem aflað hefur verið með valdbeitingu, þ.e. pyndingum eða annarri ómannlegri meðferð eða hótunum þar um.

Í tilkynningu frá HR kemur fram að leitast verður við að sýna sýna fram á að notkun slíkra sönnunargagn sé ósamrýmanleg hugmyndinni um réttláta málsmeðferð (Nemo contra se prodere tenetur).

Þá verður einnig fjallað um svokallaða útilokunarreglu (exclusionary rule) sem útilokar framlagningu sönnunargagna sem aflað er með framangreindum hætti.

Fundarstjóri verður Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR. Fundurinn fer fram á ensku og er aðgangur að honum ókeypis og öllum opinn.