Föstudaginn 5. júní s.l. komu saman á Háskólatorgi Háskóla Íslands (HÍ) kennarar úr viðskipta-og hagfræðideildum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík ásamt starfsfólki hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands til undirritunar á samstarfssamningi þessara stofnana um útgáfu nýs tímarits um hagfræði og viðskiptafræði.

Þetta kemur fram á vef HÍ en samningurinn var undirritaður af Svein Harald Öygard, seðlabankastjóra, Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra, Þorláki Karlssyni deildarforseta viðskiptadeildar HR og Ólafi Harðarsyni forseta félagsvísindasviðs HÍ.

Í ritnefnd hins nýja tímarits verða Runólfur Smári Steinþórsson prófessor í viðskiptafræði við HÍ, Daði Már Kristófersson lektor í hagfræði við HÍ, Guðrún Baldvinsdóttir lektor í viðskiptafræði við HR og Ásgeir Daníelsson hagfræðingur við Seðlabankann.