Háskólinn í Reykjavík hlaut í dag viðurkenningu á fræðasviði félagsvísinda í dag Um er að ræða lögfræði, viðskiptafræði, kennslufræði og lýðheilsufræði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skólanum.

„ Háskólinn í Reykjavík er þar með orðinn fullviðurkenndur háskóli á öllum fræðasviðum, en í fyrrahaust hlaut hann viðurkenningu fræðasviði verk- og tæknivísinda (tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði)," segir í tilkynningu.

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, afhenti viðurkenningar á fræðasviðum félagsvísinda til háskólanna við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.