Yfirskattanefnd staðfesti nýverið úrskurð Skattsins þess efnis að Fluglestin – þróunarfélag ehf. fengi ekki skráningu í grunnskrá virðisaukaskattskrár.

Taldi nefndin að fyrirhuguð sala á afnotum á brautarteinum gæti ekki talist sala á vegamannvirki og þá teldist járnbrautalest ekki farartæki í skilningi umferðarlaga. Því væri um fasteignaleigu að ræða.

Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri félagsins en meðal hluthafa eru Landsbankinn, EFLA, Reitir og Reykjavíkurborg.