Hraðpeningar ehf. hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var smálánafyrirtæki. Annað smálánafyrirtæki, Smálán var nýverið tekið til gjaldþrotaskipta.

Félagið var eitt af dótturfélögum í eigu Neytendalána. Hin tvö voru 1909 og Múli. Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá sektaði Neytendastofa smámálafyrirtækin um 250 þúsund krónur í dagsektum.

Ástæðan er sú að fyrirtækin eru að krefja neytendur um kostnað sem er umfram lögbundið hámark, en málið snýr að útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar en Neytendastofa segir að félagið hafi ekki farið að skýru ákvæði laga og banni Neytendastofu.