*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 6. maí 2012 18:35

Hraðpeningar græddu fjórtán milljónir

Smálánafyrirtækið Hraðpeningar græddi 14,2 milljónir árið 2010. Starfsemi slíkra fyrirtækja hefur verið afar umdeild.

Ritstjórn
Smálánafyrirtæki eins og Hraðpeningar veita lán í gegnum sms-sendingar til skamms tíma. Heildargreiðsla getur numið 600% af lánsfjárhæð.
Haraldur Guðjónsson

Smálánafyrirtækið Hraðpeningar hagnaðist um 14,2 milljónir króna á árinu 2010, samkvæmt ársreikningi þessa árs. Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að reksturinn hafi ekki skilað miklum hagnaði hingað til en sé þó orðinn stöðugur í dag, enda hafi miklu verið eytt í uppbyggingu félagsins. Hann segir að raunverulegur hagnaður hafi verið töluvert lægri en kemur fram í ársreikningnum, þar sem ekki var tekið tillit til afskrifta í honum.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: smálán Hraðpeningar