*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 31. maí 2018 10:55

Hræringar í Arion

Mannabreytingar hafa átt sér stað innan bankans.

Ritstjórn
Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs, mun einnig stýra fyrirtækjasviði bankans.
Haraldur Guðjónsson

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í Arion banka. Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs, mun einnig stýra fyrirtækjasviði bankans, að minnsta kosti um sinn. Ástæðan er sú að Freyr Þórðarson, sem stýrði fyrirtækjasviðinu, hefur verið ráðinn til norska bankans DNB í New York.

Lýður Þór er með B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði og MBA gráðu frá MIT.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Pétri Richter, sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, verið sagt upp.