Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Schmidt-Hebbel að sum ríki Austur-Evrópu standa frammi fyrir djúpstæðum vanda: Auk gjaldeyriskreppu berjast þau við fjármálakreppu og vaxandi líkur eru á að gjaldþrotum fari hlutfallslega fjölgandi.

Schmidt-Hebbel segir að afar erfitt sé að hraða inngöngu ríkja í slíkum vanda að myntbandalögum á borð við evrusvæðið.

Hann segir að fjármagnsútstreymi frá löndum Austur-Evrópu og mikil erlend skuldasöfnun þeirra geti leitt til sambærilegrar fjármálakreppu og varð í Suðaustur- Asíu árið 1997 og Rómönsku Ameríku árið 1994.

Hann telur erfitt fyrir ríki í slíkri stöðu að uppfylla ákvæði stöðugleika- og hagvaxtarsamkomulagsins (e. stability and growth pact) sem kveður meðal annars á um að halli á ríkisfjárlögum megi ekki nema meira en 3% af landsframleiðslu og hlutfall skulda gagnvart landsframleiðslu megi ekki fara yfir 60%.