Hrafn Gunn­laugs­son hef­ur stefnt Orku­veitu Reykja­vík­ur vegna sum­ar­húsalóðar við Elliðavatn. Fjölskylda Hrafns hefur haft lóðina til afnota frá 1920. Fyrirtaka var í málinu í morgun í hérðaðsdómi.

Orkuveitan segir afnotaréttinn útrunninn en Hrafn segir að hann hafi verið endurnýjaður árið 2004.

Á svæði Orkuveitunnar standa 26 sumarhús sem fyrirtækið vill að verði flutt í burtu vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Í heild standa 26 sum­ar­hús á lóð Orku­veit­unn­ar við Elliðavatn. Bústaður Hrafn brann hins vegar og fékk hann leyfi til að endurbyggja hann. Hann telur að þar með hafi afnotarétturinn framlengst.