*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Fólk 13. júní 2018 08:43

Hrafnhildur stýrir áfram LÍN

Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, hefur verið endurskipuð.

Ritstjórn
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og skipuð hefur verið verkefnastjórn, sem Gunnar Ólafur Haraldsson hagfræðingur veitir forstöðu.

Hún hefur það hlutverk að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum þess og þróun. Búast má við upplýsingum um fyrstu áform verkefnastjórnarinnar nú í sumar segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Lánþegar Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru um 7.000 talsins en meginhlutverk sjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is