Fulltrúar Hrafnistu, Sjómannadagsráð og fleiri aðilar þeim tengdir hafa skrifað undir samning við Tryggingamiðstöðina hf. (TM) um víðtæka vátryggingavernd. Meðal tengdra aðila Hrafnistu og Sjómannadagsráðs eru; Hjúkrunarheimilið Víðinesi, Hjúkrunarheimilið Vífilsstöðum, Happdrætti DAS, Laugarásbíó, Naustavör og Félagsheimli sjómanna.

Vátryggingavernd sú sem samið er um er sérsniðin að þörfum tryggingataka. Nær hún til ábyrgðartrygginga, eignatrygginga, slysatrygginga og ökutækjatrygginga. M.a. er samið um tryggingar á yfir tuttugu þúsund fermetrum af fasteignum og tryggingar fleiri en eitt þúsund starfsmanna.

?Þarna hafa tveir tengdir aðilar og fjöldi undirstofnana náð saman um tryggingar sinna hagsmuna. Með stærri samningi hefur tekist að bjóða þeim hagstæðari kjör. Jafnframt er tryggð aukin þekking okkar á vátryggjanda og þjónusta okkar verður fyrir vikið skilvirkari en ella," segir Ingimar Sigurðsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs fyrirtækja TM.