*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 9. maí 2016 12:10

Hrannar ætlar ekki fram aftur

Hrannar Pétursson ætlar ekki aftur í forsetaframboð þrátt fyrir að Ólafur Ragnar sé hættur við framboð sitt.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, hætti við forsetaframboð sitt eftir að Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi ráðherra tilkynnti fyrir skömmu síðan að hann ætlaði aftur í framboð. Nú hefur Ólafur Ragnar hætt við framboð sitt. 

Ætla mætti að þeir, sem buðu sig fram vegna þess að Ólafur Ragnar ætlaði ekki að bjóða sig fram og hættu svo við framboð sitt þegar Ólafur tilkynnti að hann ætlaði fram, kæmu til með að bjóða sig fram á ný nú þegar Ólafur Ragnar er hættur við.

Spurður hver áætlun sín væri segist Hrannar ekki ætla að bjóða sig fram á ný. „Staða mín er óbreytt,” sagði Hrannar þegar Viðskiptablaðið hringdi í hann. Hann er staðsettur í Bandaríkjunum eins og stendur. „Ég ætla ekki að bjóða mig fram.”