Hrannar Pétursson, sem hafði tilkynnt um að hann hyggðist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur nú hætt við framboð sitt. Þetta tilkynnti hann um á fundi með forsetaframbjóðendum sem stendur nú á í Háskólanum í Reykjavík.

Hrannar segir ákvörðun Ólafs Ragnars hafa verið óvænta og að hún breyti landslagi kosninganna á þann hátt að hann hafi ákveðið að hætta við framboð sitt. Hrannar lýsti því næst viðhorfi sínu hvað forsetaembættið sjálft varðar, og hvaða hlutverkum það á að gegna.

„Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í að auka traust á lykilstofnunun í samfélaginu, og á að taka þátt í mikilvægum breytingum á stjórnarskránni. Ég óska þeim sem enn eru í framboði góðs gengis, og skora á þann sem nær kjöri að setja þjóðarvilja framar sínum eigin, samfélaginu til heilla,” sagði Hrannar.