*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Fólk 11. nóvember 2020 17:50

Hrannar og Ragna til Sessor

Ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Sessor ræður þau Hrannar Erlingsson og Rögnu Bergmann í lykilstöður.

Ritstjórn
Ragna Bergmann og Hrannar Erlingsson hafa verið ráðin til Sessor.
Aðsend mynd

Sessor hefur ráðið til sín Hrannar Erlingsson og Rögnu Bergmann í lykilstjórnendastöður félagsins, það er sem fjármálastjóra og sem sviðsstjóra ráðgjafar- og þjónustusviðs..

Hrannar Erlingsson tekur við sem fjármálastjóri og stýrir fjármála- og bókhaldsþjónustu félagsins. Sviðið aðstoðar viðskiptavini við að fullnýta tæknilegar lausnir, auka sjálfvirkni, veita lykilupplýsingar til stjórnenda í rauntíma og leitar hagræðinga í stoðþjónustum.

Hrannar hefur reynslu úr upplýsingatæknigeiranum en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Wise til ársins 2019. Wise er sagt vera leiðandi á Íslandi í ráðgjöf, þjónustu og sölu á Business Central (Navision) í tilkynningu um ráðninguna.

Hrannar hefur auk þess gegnt ýmsum stjórnunar- og ráðgjafastörfum í tæknigeiranum til dæmis hjá Streng og býr yfir 25 ára reynslu, en hann er viðskiptafræðingur frá HÍ.

Ragna Bergmann tekur við sem sviðsstjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs Sessor. Sviðið leggur áherslu á að veita viðskiptavinum upplýsingatækniráðgjöf, framkvæma úttektir á stöðu upplýsingatæknimála og leiðir þá í gegnum stafrænar umbreytingar.

Ragna starfaði áður sem sérfræðingur í upplýsingatækni og viðskiptaferlum hjá Rubix. Rubix er sagt í tilkynningu vera leiðandi fyrirtæki í Evrópu í sölu á varahlutum og iðnaðarvörum til viðgerða og rekstrar, með starfsemi í 23 löndum og yfir 8.000 starfsmenn.

Ragna vann að heildarinnleiðingu á Navision, uppbyggingu á vefverslun ásamt samþættingum við viðskiptavini og móðurfélag.  Ragna er með tvær B.Sc. gráður í eðlisfræði og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. 

Áhersla á a aukna sjálfvirkni

Sessor er óháð ráðgjafar-og þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og stoðþjónustum, sem leggur áherslu á að auka sjálfvirkni, bæta rekstraröryggi og lækka heildarrekstrarkostnað.

Í samstarfi við öfluga birgja útvegar félagið heilstæðar lausnir og þjónustur í stoðþjónustum.  Meðal lausna sem félagið útvegar eru Business Central (Navision), Microsoft 365, rekstrarlausnir, viðskiptalausnir, sérlausnir, sjálfvirknivæðing og viðskiptagreind.“