Hrannar Pétursson félagsfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðastræti í dag.

Hannar starfaði lengi sem fréttamaður hjá RÚV og hefur auk þess starfað sem upplýsingafulltrúi hjá Isal og framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Nú síðast starfaði hann tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða allt þar til í október síðastliðnum.

Úr tilkynningu frá Hrannari:

Hrann­ar er 42 ára gam­all fé­lags­fræðing­ur með fjöl­breytta reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hann var fram­kvæmda­stjóri mannauðs-, markaðs- og lög­fræðimála hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Voda­fo­ne og talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins um ára­bil. Hann starfaði áður sem upp­lýs­inga­full­trúi hjá Íslenska ál­fé­lag­inu og fréttamaður í út­varpi og sjón­varpi.

Hann hef­ur und­an­farið starfað sjálf­stætt og veitt fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um ráðgjöf á sviði upp­lýs­inga- og sam­skipta­mála, þ.m.t. Stjórn­ar­ráði Íslands. Hrann­ar er fædd­ur og upp­al­inn á Húsa­vík, ann­ar í röð fjög­urra sona Sól­veig­ar Jóns­dótt­ur skólaliða og Pét­urs Skarp­héðins­son­ar verka­manns.

Hann er kvænt­ur Mar­gréti Arn­ar­dótt­ur, véla­verk­fræðingi og viðskipta­fræðingi. Hún starfar sem verk­efna­stjóri vindorku hjá Lands­virkj­un. Þau eiga sam­tals fjög­ur börn á aldr­in­um 5 til 18 ára - tvær stúlk­ur og tvo drengi - og búa í Reykja­vík.