Hrannar Pétursson, sem dró framboð sitt til embættis Forseta Íslands til baka nýlega, hefur nú verið ráðinn til utanríkisráðuneytisins sem aðstoðarmaður nýskipaðs utanríkisráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Hrannar hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri markaðs-, mannauðs-, lögfræði- og samskiptamála fjarskiptafyrirtækisins Vodafone en auk þess hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu og sinnti um stund verkefnum hjá forsætisráðuneytinu. Hann hefur störf í dag, þann 4. maí.