Olímálaráðherra Íran, Kazem Vaziri Hamaneh, segir að framleiðsluskerðing OPEC-ríkjanna hafi haft áhrif á hráolíuverð á heimsmarkaði, en að hráolíuverð sé þó ekki enn hagstætt.

Ráðherrar OPEC ríkjanna munu hittast í vikunni og er talið að þeir muni halda framleiðslu óbreyttri eftir að hafa skert framleiðslu tvisvar í röð, sem hefur orðið til þess að olíverð hefur hækkað og talsvert gengið á olíubirgðir stærstu olíuneysluþjóða heims.

Hann sagði að hver þjóð innan OPEC hefði sína eigin hugmynd um hvað væri hagstætt verð og sagði að 60 Bandaríkjadalir á olíufatið væri það ekki. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvað væri hagstætt fyrir Íran, en Íranir hafa iðulega stutt framleiðsluskerðingar innan OPEC-ríkjanna.