Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði niður fyrir 50 dollara á tunnuna á mörkuðum í dag. Margir telja að ástæðuna sé hægt að rekja til þess að spáð hefur verið minni hagvexti á þessu ári en gert var ráð fyrir, samkvæmt nýútkominni skýrslu á vegum bandarískra yfirvalda. Jafnframt hafa umtalsverðar birgðir hafa verið að safnast upp sem hafa slegið á þann eftirspurnarþrýsting sem verið hefur á markaðnum að undanförnu, en talið er að olíubirgðir í heiminu nema 5,4 milljónum tunna sem eru mestu birgðir frá því að stríðið í Írak hófst í byrjun árs 2003 segir í Hálffimm fréttum KB banka.