Olíuborpallur
Olíuborpallur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi í rafrænum viðskiptum og viðskiptum í Asíu. WTI-olía, sem er olía frá svæðinu í kringum Mexíkóflóa, hefur þannig lækkað um 1,01% það sem af er degi og kostar tunnan nú 96,26 dali. Þá hefur olía af Brentsvæðinu í Norðursjó lækkað um 0,78% það sem af er degi. Tunnan kostar 116,35 dali. Lækkunin er rakinn til þess að hve illa gangi að semja um skuldaþakið í Bandaríkjunum.