Hagvöxtur hefur farið úr 8,1% í 7,6% í Kína og ljóst að hægt hefur á hjólum efnahagslífsins þar í landi. Verðbólga í Kína hefur þessu samkvæmt ekki verið lægri í tvö og hálft ár. Stjórnvöld hafa leitað eftir að því að blása lífi í hagkerfið með því að efla eftirspurn innanlands í skugga þess að dregið hefur úr útflutningi. Á meðal aðgerða stjórnvalda er lækkun stýrivaxta í tvígang og eru þeir nú komnir undir 6%.

Breska ríkisútvarpið, BBC, bendir á að kínverska hagkerfið skipti heimshagkerfið miklu máli. Kulnun þar geti smitað út frá sér. BBC hefur upp úr tölum kínversku hagstofunnar að mestu munar um 18,7% verðlækkun á svínakjöti og kjúklingum. Þá hefur útvarpið hefur markaðsaðila að ekki megi útiloka að enn muni draga úr verðbólgu út árið og geti hún farið undir 4% um áramótin.