Bókfært virði lána stóru bankanna þriggja til sjávarútvegsfyrirtækja hefur lækkað um 40 milljarða frá því að þeir voru settir á fót. Þarna munar mestu afborganir stærri fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa greitt skuldir sínar hratt niður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Landsbankinn er stærsti lánveitandi sjávúrvegsfyrirtækja en samkvæmt svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins hefur útlánasafn bankans til geirans staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en var 139 milljarðar um mitt þetta ár.