Veðurstofan hefur staðfest að eldgos sé hafið norðan Dyngjujökuls á heimasíðu sinni. Í vefmyndavélum á svæðinu má nú sjá hraun koma upp úr jörðu en fyrst varð vart við hraunið í myndavélum í kringum miðnætti.

Jarðhræringar hafa verið á svæðinu á seinustu dögum og vísindamenn hafa fylgst grannt með stöðu mála fram að þessu. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að berggangur undir Holuhrauni hefði verið líklegur til að brjóta sér leið upp að yfirborðinu.

Gosið má sjá í vefmyndavélum Mílu.