Ford gæti þurft að byggja þriðju verksmiðju sína til að mæta hratt vaxandi eftirspurn eftir bílum fyrirtækisins, aðeins fimm árum eftir innrás þess á kínverskan markað.

Ford tapaði 2,7 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári, en samkvæmt frétt Reuters hyggst fyrirtækið reyna að vinna upp tap í Bandaríkjunum með hagnaði á mörkuðum á borð við Kína, til að ná því markmiði sínu að skila hagnaði 2009.

Ford hóf sölu í Kína 2003, en hefur nú þegar um 2% markaðshlutdeild í bílamarkaði þar í landi, með sölu upp á meira en 200.000 ökutæki á síðasta ári.